Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá vel heppnuðu Búgreinaþingi sem fram fór nýverið. Fram undan er svo Búnaðarþing þar sem allar búgreinadeildir innan Bændasamtaka Íslands ræða málefni landbúnaðarins í heild.
Frá vel heppnuðu Búgreinaþingi sem fram fór nýverið. Fram undan er svo Búnaðarþing þar sem allar búgreinadeildir innan Bændasamtaka Íslands ræða málefni landbúnaðarins í heild.
Mynd / HKr
Skoðun 24. mars 2022

Stefnumörkun Bændasamtakanna

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson

Búnaðarþing 2022 verður haldið dagana 31. mars til 1. apríl næstkomandi, unnið er að undirbúningi og skipulagi þessa dagana svo þingið geti gengið sem best má verða. Mikil reynsla var af Búgreinaþingunum fyrr í mánuðinum og margt rætt þar sem mun rata inn á Búnaðarþingið.

Eitt af stóru málum þingsins er stefnumörkun Bændasamtakanna til næstu ára. Mikilvægt er að ná samstöðu um helstu mál til framtíðar svo stjórn og starfsmenn hafi veganesti til næstu verka.

Upprunamerki

Viku eftir Búgreinaþingið var afhjúpað nýtt upprunamerki landbúnaðarafurða, „Íslenskt staðfest“, en ráðherra matvæla afhjúpaði merkið með viðhöfn í Hörpu þann 14. mars síðastliðinn. Merkið hefur strax fengið athygli sem samræmd skilaboð um íslenskar afurðir og vil ég óska öllum til hamingju með merkið. Nú er það okkar að standa vörð um merkið og vinna því sess í huga neytenda. Þetta er ekki átaksverkefni heldur langtímahugsun sem þarf að fylgja íslenskri framleiðslu til framtíðar.

Fæðuöryggi?

Nú stöndum við frammi fyrir þeim tímum að ekkert er sjálfgefið í þessari veröld. Eins og þróun átaka í Austur-Evrópu er að raungerast höfum við framleiðendur talsverðar áhyggjur af þróun aðfangaverðs. Í áburði hefur það raungerst og það meira að segja fyrir stríðsrekstur. En hvernig verður þróun til lengri tíma með áburð til framtíðar þar sem fyrirsjáanlegt er að viðskiptahömlur á Rússland munu vera í talsverðan tíma þótt átökum ljúki? Þetta er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um og hvernig við leysum áburðarmál til framtíðar.

Annað sem truflar okkur í dag eru þessar miklu hækkanir á kornafurðum og möguleikar úkraínskra bænda til að yrkja jörðina á vordögum. En eins og hefur komið fram er framleiðsla á korni og kornafurðum mjög mikil á þessu svæði og hefur í raun bein áhrif á verð á heimsmarkaði á þessum afurðum. Nú sem aldrei áður er nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar í samstarfi við Bændasamtökin marki stefnu til framtíðar um birgðir, ekki síður eflingu á þeim þáttum sem geta leitt til meiri sjálfbærni til lengri tíma. Því við erum og verðum alltaf að horfa til þess að fyrst og fremst eru bændur matvælaframleiðendur. Ég vil hvetja til þess að bændur horfi til þeirra möguleika sem við höfum til að verða sjálfum okkur nóg í að brauðfæða íslenska þjóð.

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...