Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vangaveltur á aðventunni
Mynd / HKr.
Skoðun 3. desember 2020

Vangaveltur á aðventunni

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Mikil umræða er í okkar samfélagi um gildi kjarasamninga og möguleika vinnandi fólks til atvinnu. Í landbúnaði hafa menn ekki síður áhyggjur af stöðu mála á vinnumarkaði og afkomu þeirra er stunda landbúnað. Talsverðar launahækkanir eru í spilunum um áramót sem samið var um á almennum markaði. Það sem kemur mér verulega á óvart í umræðunni er að á meðan allar þessar hækkanir ganga eftir þá lækkar afurðaverð til bænda fyrir kjöt og afkoma þeirra þar með. 

Á degi hverjum streymir ótrúlegt magn af kjöti og mjólkurafurðum til landsins erlendis frá á grundvelli milliríkjasamninga og hefur það veruleg áhrif á þennan markað. Bændur hafa barist fyrir breyttu fyrirkomulagi á úthlutun þeirra miklu tollkvóta sem í boði eru og nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp sem breytir fyrirkomulagi á úthlutun þessara kvóta til fyrra horfs til 2022. Það er ánægjulegt ef þetta verður að veruleika, en það þarf meira til. Eins og staðan er á erlendum mörkuðum þá safnast upp matvæli sem ríki Evrópu eru í vandræðum með. Evrópusambandið borgar birgðastöðvum fyrir að frysta afurðir vegna markaðsbrests og verð hríðfellur.

Hvernig náum við sátt?

Félag atvinnurekenda telur nú að verð til neytenda muni hækka umtalsvert vegna þessa breytta fyrirkomulags, en raunin er að fyrri útboðsleið sem notuð var leiddi hins vegar ekki til lækkunar vöruverðs þegar hún var tekin upp. Hvernig náum við sátt í þessum málum þar sem við keppum við landbúnaðarafurðir sem niðurgreiddar eru í hinni stóru Evrópu? Stundum er eins og stuðningur við íslenskan landbúnað sé eitthvað sérstakt fyrirbrigði á heimsvísu þegar staðreyndin er sú að flestar þjóðir heims standa með innlendri framleiðslu og landbúnaði þar með talið. Það sem bændasamfélagið hefur nefnt með endurskoðun á samningum við ESB þá viljum við leiðréttingu á þessu mikla magni sem flutt er inn ofan í innanlandsframleiðslu. Hlutdeild innflutnings á móti innanlandsframleiðslu á markaði eru um 20% en þessu getum við mætt hér heima með aukinni framleiðslu, tala nú ekki um nú þegar enginn er ferðamaðurinn, sem var hluti af rökstuðningi á auknum innflutningi til landsins. 

Tryggjum störf í landbúnaði

Landbúnaður og tengdar greinar eru að öllu jöfnu byggðar upp af atvinnurekendum. Framleiðendur eru um 3.000 og afleidd störf um 10.000. Það munar um minna. Skiptir það ekki máli í okkar litla hagkerfi og öryggi til matvælaframleiðslu að tryggja þessi störf? Sömu aðilar standa undir störfum í hinum dreifðu byggðum og reyndar ekki síður í þéttbýli en það er athyglisvert að frumframleiðsla landbúnaðarvara er um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Með þessum gegndarlausa innflutningi er verið að grafa undan framleiðslu hér heima og setja okkar eigin framleiðslu í gríðarlegan vanda sem erfitt verður að snúa við.

Raforkuverð

Landsnet hefur tilkynnt að frá og með áramótum muni flutningskostnaður á raforku hækka um 9,9% fáist til þess heimildir. Þetta eru enn einar álögurnar á íslenskar framleiðslugreinar og sérstaklega í dreifbýli. Hækkun raforkuverðs til garðyrkjunnar hefur veruleg neikvæð áhrif bæði til hins almenna neytanda og eins á rekstur þar sem raforkan er á milli 20 til 30% af rekstrarkostnaði garðyrkjustöðva. Þessar álögur koma til viðbótar hækkunum á aðföngum til bænda sem hafa verið umtalsverðar vegna falls krónunnar. En á sama tíma lækkar afurðaverð til bænda nánast í öllum greinum landbúnaðar. 

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...