Upphafsráðgjöf ICES loðnuveiða er 400.000 tonn
Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn, sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum.