Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðgjöf ICES byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára.
Ráðgjöf ICES byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára.
Fréttir 31. janúar 2022

Upphafsráðgjöf ICES loðnuveiða er 400.000 tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn, sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum.

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að ráðgjöfin byggist á mæl­ingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi. Samtals mældust um 130 mill­jarðar af ókynþroska eins og tveggja ára loðnu sem er nægjanlegt magn til að gefa hámarks upphafsráðgjöf sem aflareglan leyfir, eða 400 þúsund tonn. Þetta er sama upphafsráðgjöf og ICES gaf fyrir ári síðan fyrir núverandi vertíð en þá var vísitalan 146 milljarðar.

Ráðgjöf verður endurskoðuð að loknum mælingum á þessum hluta stofnsins sem fyrirhugaðar eru í september 2022.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...