Geitfjárræktarfélags Íslands stefnir að fjölgun félaga
Aðalfundur Geitfjárræktarfélags Íslands var haldinn 23. mars í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Að sögn Önnu Maríu Flygenring formanns er mikil gróska í félaginu. Hún segir að talsvert hafi verið rætt á fundinum um leiðir til að ná til þeirra geitabænda sem ekki eru í félaginu, sem væri nauðsynlegt til að styrkja starfið.