Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall
Álagsprófun á 50 öflugustu lánastofnunum innan Evrópusambandsins, sem standa á bak við 70% af eignum bankakerfisins, sýnir að staðan er langt frá því að vera góð.
Álagsprófun á 50 öflugustu lánastofnunum innan Evrópusambandsins, sem standa á bak við 70% af eignum bankakerfisins, sýnir að staðan er langt frá því að vera góð.
Bankakerfi heimsins hefur verið í mikilli rússíbanareið það sem af er þessari öld. Ef litið er blákalt á stöðuna á heimsvísu er vart hægt að komast hjá þeirri hugsun að það stefni hraðbyri í nýtt risastórt efnahagshrun.