Íslenskt lambakjöt á nú greiðari leið til Kína
Rúm fimm ár eru liðin síðan skrifað var undir fríverslunarsamning milli Íslands og Kína en sauðfjárhluti hans var loks staðfestur í september. Þá undirrituðu Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, bókun við fríverslunarsamninginn um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti.