Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, við undirritun bókunar við fríverslunarsamning Íslands og Kína í síðasta mánuði um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, við undirritun bókunar við fríverslunarsamning Íslands og Kína í síðasta mánuði um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti.
Fréttir 23. október 2018

Íslenskt lambakjöt á nú greiðari leið til Kína

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Rúm fimm ár eru liðin síðan skrifað var undir fríverslunar­samning milli Íslands og Kína en sauðfjárhluti hans var loks staðfestur í september. Þá undirrituðu Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, bókun við fríverslunarsamninginn um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti. 
 
Í honum koma fram sérkröfur og skilyrði sem uppfylla þarf varðandi útflutning á lambakjöti til Kína. Matvælastofnun vinnur nú að gerð heilbrigðisvottorða sem byggja á samningnum og þurfa að fylgja hverri sendingu. Reikna má með því að að útflutningur geti hafist innan fárra mánaða. 
 
Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb ásamt Yuan Younghui, deildarstjóra innkaupadeildar kínverska risafyrir­tækisins Huahong Group, sem er annar þeirra aðila sem til greina koma sem innflytjandi á íslensku lambakjöti til Kína.
 
Einungis kjöt af riðulausum svæðum
 
Samningurinn er afrakstur nokkurra ára vinnu Matvæla­stofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins, utan­ríkis­ráðu­neytisins Lands­samtaka slátur­leyfishafa og markaðsstofunnar Icelandic Lamb.
Síðasta haust kom hingað sendinefnd frá kínverskum stjórn­völdum sem heim­sótti sláturhús og stofnanir. Mikilvægustu sérkröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja til Kína kjöt af lömbum sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum. Þetta þýðir að Fjallalamb verður eina sláturhúsið sem getur flutt út lambakjöt til Kína til að byrja með. 
 
Stærsti markaður í heimi
 
Með samningnum opnast afar stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt en enn sem komið er verður hvorki leyfilegt að flytja út ærkjöt né innmat. Kínverjar eru um 1.400 milljónir og borða nærri 5 milljónir tonna af lambakjöti á ári. Markaðsstofan Icelandic Lamb hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi á sölu á lambakjöti til Kína. Haldnir hafa verið fundir með íslenskum og kínverskum stjórnvöldum og unnin hefur verið ítarleg úttekt á kínverska kjötmarkaðnum.
 
„Við erum í góðum viðræðum við tvo mögulega innflytjendur sem hafa sent fólk hingað,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri og hugmyndasmiður markaðsstofunnar Icelandic Lamb. 
 
Í fyrra var sótt um skráningu á merki Icelandic Lamb í Kína. Merkið er þegar skráð og lögverndað á Íslandi og unnið er að sams konar skráningu um allan heim. Kínversk yfirvöld hafa nú samþykkt umsókn Icelandic Lamb og merkið er nú skráð og verndað í Kína. 
 
„Í þessu felast mikil verðmæti og eins og staðan er núna lítur þetta vel út en við verðum að gæta okkar á því að fara með réttum hætti inn á þennan markað og horfa fyrst og fremst á efstu markaðshilluna,“ segir Svavar.
 
„Ef við stöndum okkur er líklegt að við getum búið til mikilvægan markað í Kína sem getur skilað góðu verði til íslenskra bænda um langa framtíð.“ 
Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar
Fréttir 28. mars 2025

Amerísk kögurvængja og dvergmítill nýir landnemar

Dvergmítlar og ný tegund kögurvængju eru nýlegir landnemar á Íslandi og geta val...

Strandirnar standa sterkari eftir
Fréttir 27. mars 2025

Strandirnar standa sterkari eftir

Strandamenn hafa staðið í átaki til að stöðva fólksfækkun og efla innviði og atv...

Íslenskar paprikur árið um kring
Fréttir 27. mars 2025

Íslenskar paprikur árið um kring

Sölufélag garðyrkjumanna fékk nýverið 13,5 milljóna króna styrk vegna rannsókna ...