Ísland er í 154 sæti af 160 þjóðum með eina allra minnstu eiturefnanotkun á heimsvísu
Ríflega fjórar milljónir tonna af skordýraeitri, gróðureyðingarefnum og sveppaeitri hafa verið notaðar í landbúnaði 160 ríkja á ári hverju. Jarðvegsmengun vegna notkunar slíkra efna veldur sívaxandi áhyggjum. Töluvert af þessum efnum endar í korni og öðrum matvælum og í raun veit enginn hvaða langtímaáhrif það hefur á heilsu fólks.