Hvaða fiskur er þetta?
Segja má að frysting á karfa hafi byrjað hér fyrir einskæra tilviljun hjá HB & Co á Akranesi. Í viðtali við Harald Böðvarsson sjötugan í Morgunblaðinu í maí 1959 víkur hann að upphafi karfavinnslunnar. Einnig er sagt frá upphafinu í ævisögu Haraldar, „Í fararbroddi“, sem Guðmundur Gíslason Hagalín skráði.