Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Karfi flakaður og snyrtur í frystihúsi HB & Co á Akranesi
árið 1952. Rösklega 100 handflakarar unnu við karfann þegar mest var. Myndin er 
fengin úr ljósmyndasafni 
Haraldar Sturlaugssonar, 
www.haraldarhus.is.
Karfi flakaður og snyrtur í frystihúsi HB & Co á Akranesi árið 1952. Rösklega 100 handflakarar unnu við karfann þegar mest var. Myndin er fengin úr ljósmyndasafni Haraldar Sturlaugssonar, www.haraldarhus.is.
Fréttaskýring 23. nóvember 2018

Hvaða fiskur er þetta?

Höfundur: Kjartan Stefánsson

Segja má að frysting á karfa hafi byrjað hér fyrir einskæra tilviljun hjá HB & Co á Akranesi. Í viðtali við Harald Böðvarsson sjötugan í Morgunblaðinu í maí 1959 víkur hann að upphafi karfavinnslunnar. Einnig er sagt frá upphafinu í ævisögu Haraldar, „Í fararbroddi“, sem Guðmundur Gíslason Hagalín skráði.

Farið heldur illa með verðmætin

Haraldur rifjar upp í Morgunblaðsviðtalinu að vinnsla á karfa hafi að mestu verið óþekkt til ársins 1949. Á þessum árum var karfinn bræddur í stórum stíl meðal annars á Akranesi. Þá var það að bandarískur maður í þjónustu Sameinuðu þjóðanna, Cooley að nafni, var í heimsókn hér á landi. Sturlaugur, sonur Haraldar, tók á móti honum. Þar sem þeir fóru um var togari að landa karfa til bræðslu. Cooley staldraði við og spurði hvað Íslendingar kölluðu þennan fisk. Sturlaugur sagði að þetta væri karfi en Englendingar kölluðu hann redfish.

Cooley sagðist ekki betur sjá en að þetta væri sami fiskur og nefndur væri ocean perch í Bandaríkjunum og vildi fá að vita hvort mikið veiddist af honum hér. Honum var sagt að karfanum væri mokað upp.

Stundum væri sjórinn rauður af dauðum karfa í kringum togarana. Hann væri ekki nýttur til manneldis, en unnið úr honum mjöl og lýsi. Í ævisögu Haraldar segir að Cooley hafi þagað við og hrist höfuðið en sagt síðan: „Ef þetta er ocean perch, sem ég held endilega að það sé, þá má víst segja, að þið farið heldur illa með verðmætin.“

Eftirsóttur fiskur í Bandaríkjunum

Cooley og Sturlaugur settust síðan niður og flettu upp latneska heitinu á karfanum og sannfærðust um að þetta væri fiskurinn sem Bandaríkjamenn kölluðu ocean perch, en sá fiskur var einhver eftirsóttasti fiskur í Bandaríkjunum. Cooley lýsti því hvernig karfinn væri unninn í Bandaríkjunum. Hann væri settur í vél áður en hann væri flakaður og þar væru brotnir af honum gaddarnir og bolurinn afhreistraður.

Cooley dvaldi nokkra daga á Akranesi. Áður en hann fór hafði verið flakaður og frystur einn bílfarmur af karfa í hraðfrystihúsi HB & Co. Sýnishorn af frystu karfaflökunum voru send til Bandaríkjanna og líkaði ágætlega. Eftir það hófst vinnsla á karfa af fullum krafti og fór hann allur á Ameríkumarkað. Togararnir komu eftir það iðulega til Akraness og losuðu karfa jöfnum höndum til flökunar, en einnig til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni eftir því hve mikið barst að.

Karfavinnsla þróaðist hratt og árið 1952 voru komnar flæðilínur þess tíma hjá HB & Co og karfanum var pakkað í mismunandi neytendapakkningar. Rösklega 100 handflakarar unnu við karfann þegar mest var. HB & Co gerði ekki út togara á þessum árum en samið var við Bæjarútgerð Akraneskaupstaðar um kaup á karfa af síðutogurunum Bjarna Ólafssyni AK og Akurey AK.

Skylt efni: fiskvinnsla | Karfi

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...