Aldrei verið betra að vera bóndi
Hjónin Sigurbjörn Hjaltason og Bergþóra Andrésdóttir á Kiðafelli í Kjós segja bændur geta haft það mjög gott af kjötframleiðslu með réttri bústjórn, öflugu ræktunarstarfi og góðri fóðrun. Sauðfjárbúið þeirra hefur oft verið meðal þeirra afurðahæstu á landinu og eru þau að rækta upp holdanautastofn með nýju erfðaefni af Angus-kyni.