Starfsskilyrði landbúnaðarins, tollvernd og beinir styrkir
Á undanförnum árum hefur starfsumhverfi landbúnaðarins tekið ýmsum breytingum. Sífellt er leitað leiða til að samræma þar ýmis sjónarmið sem stundum stangast líka á innbyrðis. Í þessari grein verður fjallað um hvernig ESB og Noregur standa vaktina í hagsmunagæslu fyrir framleiðendur landbúnaðarvara til að tryggja framleiðslu þeirra.