Fyrsti metantraktorinn
Föstudaginn 21. október fékk Sorpa afhenta nýja New Holland T6.180 dráttarvél sem gengur fyrir metani. Þessi vél verður notuð á athafnasvæði Sorpu á Álfsnesi og mun ganga fyrir orku framleiddri á staðnum.
Föstudaginn 21. október fékk Sorpa afhenta nýja New Holland T6.180 dráttarvél sem gengur fyrir metani. Þessi vél verður notuð á athafnasvæði Sorpu á Álfsnesi og mun ganga fyrir orku framleiddri á staðnum.
Dráttarvélaframleiðandinn New Holland hefur kynnt fyrstu metanknúnu T6 METHANE POWER dráttarvél fyrirtækisins sem kemur á markað 2020. Til að byrja með verður vélin framleidd í takmörkuðu magni svo enn er óvíst hvenær hún verður á boðstólum hjá umboðsaðilanum Kraftvélum á Íslandi.