Ekki marktækur munur á tegundafjölbreytni
Þann 10. október varði Brynjólfur Brynjólfsson meistararitgerð sína við Landbúnaðarháskóla Íslands í náttúru- og umhverfisfræði þar sem rannsökuð voru áhrif beitar og friðunar á fjölbreytni mólendisplantna á völdum svæðum í úthaga í samhengi við umhverfisþætti. Ekki reyndist marktækur munur á tegundafjölbreytni á milli svæðanna.