Mosi víða dauður og ekki merki um endurvöxt
Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar frá því í sumar við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði sýna að mosi á svæðinu er sums staðar talsvert skemmdur. Þar sem skemmdirnar eru mestar er mosi dauður og endurvöxtur ekki sjáanlegur.