Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mosi víða dauður og ekki merki um endurvöxt
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 6. janúar 2015

Mosi víða dauður og ekki merki um endurvöxt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir Náttúrufræði­stofnunar frá því í sumar við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði sýna að mosi á svæðinu er sums staðar talsvert skemmdur. Þar sem skemmdirnar eru mestar er mosi dauður og endurvöxtur ekki sjáanlegur.

Á heimasíðu Náttúrufræði­stofnunar segir að stofnunin hafi undanfarin ár rannsakað gróðurskemmdir við iðnaðar­svæði á landinu svo sem við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, álverin í Reyðarfirði, á Grundartanga,  í Straumsvík og við orkuverið í Svartsengi.

Rannsóknirnar tengjast flestar vöktun á loftborinni mengun, einkum þungmálmum, í andrúmslofti sem hefur staðið í áratugi. Hér á landi og í Evrópu hefur mosasýnum verið safnað á fimm ára fresti á fjölmörgum stöðum og nokkrir þungmálmar og brennisteinn mældur í þeim. Þannig hefur tekist að greina styrk mengandi efna í umhverfi og finna helstu uppsprettur þeirra.

Hellnahraun í Hafnarfirði

Síðastliðið sumar var Hellnahraun í Hafnarfirði skoðað til að kanna hugsanlegar skemmdir á gróðri við háspennulínuna sem flytur orku að álverinu í Straumsvík en þekkt er að galvanhúðuð háspennumöstur geta valdið skemmdum á gróðri í sínu næsta nágrenni.
Áhugavert þótti að kanna skemmdir á mosa við línuna en sett hafði verið fram sú tilgáta að háan styrk nokkurra þungmálma sem mælst hefur í mosa við Hellnahraun mætti rekja til háspennulínunnar.

Í ljós kom að mosinn hraungambri var sums staðar mikið skemmdur við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni en hann er ríkjandi á hraununum við Hafnarfjörð eins og víðast á ungum hraunum hér á landi. Skemmdir á mosa var að finna allvíða á svæðinu en þær voru mismiklar.
Þar sem skemmdir voru mestar var nánast allur mosi dauður og endurvöxtur ekki sjáanlegur. Háplöntur virtust hins vegar ekki hafa orðið fyrir eins miklum áhrifum en tegundirnar krækilyng, bláberjalyng, beitilyng og blávingull litu út fyrir að vera þar í allgóðum vexti.
Mosaskemmdir var að finna á tiltölulega takmörkuðu svæði norðvestan við öll háspennumöstur.

Ályktanir

Mælingar hafa sýnt að sunnan við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni hefur styrkur nokkurra efna í mosa reynst hærri en víðast hvar annars staðar á landinu. Einkum eru það þungmálmarnir blý, sink, arsen og nikkel auk brennisteins.

Útbreiðsla þessara efna bendir til þess að arsen, nikkel og brennisteinn komi frá álverinu en að blý og sink og raunar fleiri efni megi að verulegu leyti rekja til þeirrar iðnaðarstarfsemi sem starfrækt er í Hellnahrauni.

Skylt efni: Mosi | gróðurfar

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...