Öfl náttúrunnar
Náttúruöflin minna okkur á það þessa dagana hversu fallvalt gengi okkar mannanna getur verið á Íslandi. Þó eldgos í Geldingadal á Reykjanesi, sem hófst að kvöldi 19. mars, þyki frekar meinlaust, alla vega sem stendur, þá getur hæglega komið upp skaðlegra gos annars staðar á og við Reykjanesskagann.