Smíði að hefjast á risakúnni Eddu í Eyjafjarðarsveit
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar hefur sett af stað söfnun til að standa straum af kostnaði við smíði á risakú sem Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ætlar að smíða á næstu mánuðum. Markmiðið er að safna 5 milljónum króna, en ýmislegt fleira þarf að borga en bara smíðina, frágang og fleira.