Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni.
Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, hefst senn handa við að smíða kú sem verður 3 metrar á hæð og 5 metrar á lengd. Hér heldur hún á módeli af kúnni.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 11. maí 2021

Smíði að hefjast á risakúnni Eddu í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar hefur sett af stað söfnun til að standa straum af kostnaði við smíði á risakú sem Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ætlar að smíða á næstu mánuðum. Markmiðið er að safna 5 milljónum króna, en ýmislegt fleira þarf að borga en bara smíðina, frágang og fleira.

María Pálsdóttir, sem sæti á í stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, segir að innan félagsins gæli menn einnig við að gera heimildamynd samhliða smíði og uppsetningu listaverksins, sem á að vera nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit. Kýrin hefur hlotið nafnið Edda og verður engin smásmíði, 3 metra há og 5 metrar á lengd.

Krafthamar frá Kína

Hönnun er að fullu lokið og fram undan krefjandi smíði. Beate bíður nú eftir krafthamri sem hún pantaði frá Kína sem nauðsynlegur er til að smíða svo stórt listaverk. Kýrin verður að mestu leyti hol að innan, en 13 járnborðar eru eftir henni og á þeim textabrot héðan og þaðan sem tengjast kúm. Blóm sem prýða hliðar hennar vísa í víravirkið á íslenska upphlutnum.

María segir tilvalið að hvetja kúabændur til að leggja söfnuninni lið, „og bara alla sem vettlingi geta valdið og vilja eiga hlut í Eddu að taka þátt í þessu með okkur,“ segir hún. „Kýrin verður minnisvarði um allar gæðakýr þessa lands.“ Um fimmtungur allrar mjólkur sem framleidd er hér á landi er framleidd í Eyjafirði, rúmlega 30 milljón lítrar á ári.

Skylt efni: Risakýrin Edda

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...