Gimsteinn kominn á sæðingastöð
Um miðjan ágúst tilkynnti Matvælastofnun að hún ætlaði að nýta sér undanþáguákvæði í lögum um dýrasjúkdóma og veita undanþágu fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnalínur. Þann 23. september samþykkti matvælaráðherra breytingu á reglugerð þar að lútandi.