Samherji stækkar fiskeldisstöð sína í Öxarfirði fyrir tæpa tvo milljarða
Verklegar framkvæmdir við stækkun landeldisstöðvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirði, Silfurstjörnunnar, hófust formlega um síðustu mánaðamót þegar Benedikt Kristjánsson tók fyrstu skóflustunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári.