Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fimm nýjum kerjum verður bætt við stöðina í Öxarfirði hjá Samherja. Stækkunin mun kosta fyrirtækið tæplega tvo milljarða króna.
Fimm nýjum kerjum verður bætt við stöðina í Öxarfirði hjá Samherja. Stækkunin mun kosta fyrirtækið tæplega tvo milljarða króna.
Mynd / Samherji
Fréttir 17. febrúar 2022

Samherji stækkar fiskeldisstöð sína í Öxarfirði fyrir tæpa tvo milljarða

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verklegar framkvæmdir við stækk­un landeldisstöðvar Fisk­eldis Samherja í Öxarfirði, Silfur­stjörnunnar, hófust form­lega um síðustu mánaðamót þegar Bene­dikt Kristjánsson tók fyrstu skóflu­stunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að framleiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. 

„Sennilega er þetta stærsta verkefnið á sviði atvinnumála á svæðinu síðan Silfurstjarnan var byggð árið 1998, kostnaðurinn er á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna.

Við höfum náð ágætis árangri í rekstrinum hérna enda eru aðstæð­urnar hérna að mörgu leyti ákjósanlegar,“ segir Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri stöðvarinnar í Öxarfirði. Hann er ánægður með að verklegu framkvæmdirnar séu hafnar.

Byggð verða fimm ný ker sem verða um helmingi stærri að um­fangi en stærstu kerin sem fyrir eru. Auka þarf sjótöku, byggja hreinsimannvirki, stoðkerfi og koma fyrir ýmsum tækjabúnaði. 

Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri stöðvarinnar í Öxarfirði, er hæstánægður með að verklegu framkvæmdirnar séu hafnar í Öxarfirði.

40.000 tonna landeldi

Fiskeldi Samherja áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi á næstu árum og tengist stækkunin í Öxarfirði þeim áformum.

„Já við getum sagt að þessi mikla stækkun Silfurstjörnunnar sé nokkurs konar undanfari þessa stóra verkefnis á Reykjanesi, við ætlum að nýta okkur þá reynslu sem við öðlumst hérna fyrir norðan þegar uppbyggingin hefst fyrir alvöru fyrir sunnan. Þetta  eflir klárlega samfélagið í Norðurþingi og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með því öfluga heimafólki sem hérna starfar,“ bætir Arnar Freyr við. 

Mikil tilhlökkun

Mikil tilhlökkun er fyrir stækkun stöðvarinnar, það skynjar Olga Gísladóttir, vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar vel.

Olga Gísladóttir, vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar, segir mikla tilhlökkun hjá starfsfólki og öllum á svæðinu fyrir stækkun stöðvarinnar.

„Já, sannarlega, Silfurstjarnan er stærsti vinnuveitandinn í Öxarfirði fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Með þessari stækkun fjölgar starfsfólki og þjónustuaðilar fá aukin verkefni. Þessi starfsemi styrkir svæðið svo um munar sem matvælahérað, enda eru aðstæður frá náttúrunnar hendi ákjósanlegar. Ég hef starfað hérna frá upphafi og þess vegna fylgst ágætlega með rekstrinum.

Héðan fara vikulega milli 20 og 30 tonn af laxi og með stækkun aukast umsvifin verulega. Ég er því full tilhlökkunar.“    

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...