Lax- og silungsveiðar skipta Vestfirðinga litlu en miklar væntingar til laxeldis
Tölur úr skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði lax- og silungsveiða í síðasta Bændablaði vöktu mikla athygli. Þar var sjónum m.a. beint að landbúnaði á Vesturlandi þar sem lax- og silungsveiði er að skila 69% af efnahagslegu virði greinarinnar.