Staða smitsjúkdóma íslensku búfjárstofnanna verðmæti fyrir lýðheilsu landsmanna
Norðlendingar fengu á dögunum tækifæri til að kynna sér hættu sem stafað getur af innflutningi á ferskum matvælum hingað til lands.
Norðlendingar fengu á dögunum tækifæri til að kynna sér hættu sem stafað getur af innflutningi á ferskum matvælum hingað til lands.
Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum, segir að landfræðileg einangrun Íslands sé höfuðástæða þess að húsdýr hérlendis eru að mestu laus við mörg þeirra smitefna sem landlæg eru í húsdýrum utan Íslands. Þessa dýrastofna beri Íslendingum skylda til að verja.