Um 70 tonnum af olíu er skilað og hún endurunnin
„Við höfum náð góðum árangri í þessu verkefni og ávinningurinn er mikill. Það má líta svo á að hver og einn sem safnar olíu og fitu á sínu heimili og skilar í réttan farveg sé eigin olíuframleiðandi,“ segir Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, en félagið hefur í samvinnu við fleiri boðið íbúum á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu...