Áhrif yfirsáningar í gróin tún
Yfirsáning (e. overseeding) er tegund ísáningar þar sem fræjum er sáð ofan á svörð gróinna túna. Yfirsáning er orkuléttari og mun afkastameiri sáningaraðferð en hefðbundin ísáning (e. direct drill) þar sem skorið er í svörð túnsins til þess að koma fræjum undir yfirborðið.