Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Yfirsáning með gjarðavalta á Hvanneyri, maí 2023.
Yfirsáning með gjarðavalta á Hvanneyri, maí 2023.
Á faglegum nótum 29. nóvember 2024

Áhrif yfirsáningar í gróin tún

Höfundur: Höfundar eru Jóhannes Kristjánsson, aðjunkt við LbhÍ og Pétur Ómarsson, Íslandsmeistari í rúningi 2024.

Yfirsáning (e. overseeding) er tegund ísáningar þar sem fræjum er sáð ofan á svörð gróinna túna. Yfirsáning er orkuléttari og mun afkastameiri sáningaraðferð en hefðbundin ísáning (e. direct drill) þar sem skorið er í svörð túnsins til þess að koma fræjum undir yfirborðið.

Yfirsáning er frekar nýtilkomin í umræðuna hér á landi en hefur verið stunduð erlendis um nokkurt skeið. Í Evrópu virðist algengast að notast við svokallað illgresisherfi (e. flexible tine harrows/weeder) samhliða yfirsáningu. Illgresisherfi eru eins konar tindaherfi sem er grind með 6–8 mm tindum í fimm til sex röðum neðan á sem rispa yfirborð svarðarins. Oft og tíðum er eitt jöfnunarborð fremst á illgresisherfunum til þess að fylla upp í moldvörpuholur, það er sennilega óþarfa búnaður á Íslandi. Þessir tindar sem eru neðan á illgresisherfunum titra og eiga að fjarlægja dauðar plöntuleifar og illgresisplöntur. Einnig losa þeir um yfirborð jarðvegsins til að lofta um og gera greiðari aðgang fyrir nýjar yfirsáðar plöntur að komast að. Við yfirsáningu notast þessi illgresisherfi svo við loftsáðvél sem leggur fræ í rispaðan svörðinn. Mælt er með því að fara þrjár umferðir með illgresisherfið, fyrri tvær umferðirnar án þess að sá en svo sá í þeirri þriðju. Ráðlagt er að ökuhraði sé frekar mikill eða um 7–12 km/klst.

Einnig þekkist að notast við aðrar aðferðir við yfirsáningu. Ein þeirra er að notast við gjarðavalta með jöfnunarborði en þá búa gjarðirnar til rásir niður í jarðveginn fyrir fræið og einnig er möguleiki að láta járntind „fingur“ á jöfnunarborðið til að rispa aðeins í svörðin og opna þannig fyrir fræin.

Rannsókn 2023–2024

Vorið 2023 réðust greinarhöfundar í rannsókn á yfirsáningu. Meginmarkmið tilraunarinnar var að kanna hvort yfirsáning auki uppskeru en líka að kanna hvort munur sé á árangri yfirsáningar í túnum á öðru og þriðja ári í ræktun.

Við sáninguna var notast við 6,3 metra breiðan HE-VA valta með stjörnugjörðum búinn jöfnunarborði og loftsáðvél. Ákveðið var að nota fjölært rýgresi til yfirsáningar, en ástæðan fyrir því er að það er þróttmikið í vexti á fyrsta ári og á þá betur möguleika í samkeppni við önnur grös og illgresi. Ókosturinn er styttri endingartími og verra vetrarþol.

Í rannsóknina voru valdar tvær spildur og innan þeirra var stikaður út 100–200 metra langur kafli. Þessum kafla var skipt upp í 6 raðir sem lágu hlið við hlið og sáð var í aðra hverja röð þannig að það voru þrjár raðir sem við sáðum í í hvorri spildu og þrjár sem ekki var sáð í. Önnur spildan var staðsett á Mið-Fossum og var á öðru ári í ræktun en hin spildan var á Hvanneyri og var á þriðja ári í ræktun. Rétt er að nefna að spildan á Hvanneyri var við yfirsáninguna sjáanlega skellótt þ.e. það voru víða blettir þar sem sáðgresi var horfið úr. Spildan á Mið-Fossum leit mun betur út og voru ekki áberandi skellur í henni.

Varðandi nákvæmari útlistun á efni og aðferðum þá vísa ég í B.S.-ritgerð Péturs Ómarssonar en hana má finna á Skemman.is og ber nafnið Áhrif yfirsáningar í gróin tún á uppskeru og hlutfall sáðgresis. Í henni má líka finna upplýsingar um uppskeru og hlutfall sáðgresis á sáðárinu, þ.e. 2023, en í stuttu máli þá var ekki munur á milli þeirra reita semvarsáðíogekkisáðí.

Sumarið 2024 voru þessar raðir aftur uppskerumældar og tegundagreindar. Notast var við sömu aðferðafræði og lýst er í B.S.-ritgerð Péturs. Fyrsti sláttur var uppskerumældur 27.6 á Mið- Fossum og 28.6 á Hvanneyri en seinni sláttur var uppskerumældur 19.8. 24 á Mið-Fossum og 6.9. 24 á Hvanneyri. Upphaflega var sáð vallarfoxgrasi, vallarýgresi og rauðsmára í túnin. Við tegundagreiningu var allur annar gróður, að grösum meðtöldum, flokkaður sem annað. Rétt er að minnast á það að rauðsmári, sem

Umræður

Ljóst er af niðurstöðum þessarar rannsóknar að yfirsáning í tún getur skilað árangri og aukið hlutfall sáðgresis í túnum. Greinilegur munur var í seinni slætti 2024 á áhrifum yfirsáningar þar sem hlutfall vallarrýgresis var hærra og hlutfall annars gróðurs (illgresis) var lægri. Þessi áhrif komu fram bæði á Mið- Fossum og Hvanneyri og því ekki hægt að gera upp á milli árangurs yfirsáningar í tún á öðru eða þriðja ári í ræktun út frá niðurstöðum og uppsetningu þessarar rannsóknar.

Í fyrri slætti sumarið 2024 reyndist hlutfall vallarfoxgrass hærra í þeim reitum sem ekki var sáð í. Möguleg skýring á því er aukið hlutfall vallarrýgresis. Því þó að sá munur hafi ekki reynst tölfræðilega marktækur þá var hlutfall rýgresis að meðaltali 23% í yfirsáðu röðunum en 13% í þeim röðum sem ekki var sáð í sem leiðir til lægra hlutfall vallarfoxgrass í heildaruppskeru.
Í áðurnefndri B.S.-ritgerð var kostnaður við yfirsáningu greindur og áætlað hversu mikinn uppskeruauka þyrfti til að yfirsáning borgaði sig. Niðurstaðan var að kostnaður við yfirsáningu á hvern hektara gæti numið 18.361–18.892 kr og var þá miðað við eina umferð með illgresisherfi eða gjarðavalta með loftsáðvél. Þetta þýðir að það þyrfti 506–520 kg þe/ha aukalega í uppskeru til að borga þann kostnað. Í þeim útreikningum var ekki tekið tillit til fóðurgæða. Slíkan uppskeruauka er ekki að sjá í þessari rannsókn. Hærra hlutfall sáðgresis ætti þó að öllu jöfnu að leiða til lystugra og kjarnmeira fóðurs. Slíkt fóður er verðmætara og ætti þannig að vega upp á móti kostnaði. Það þarf því að vega og meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort að yfirsáning borgi sig.

Í þessari rannsókn var einnig notast við gjarðavalta en ekki illgresisherfi sem almennt er talið hentugra verkfæri í yfirsáningu. Mögulega hefði árangurinn verið annar og betri með slíku verkfæri en við höfum engin gögn til að fullyrða um slíkt.

Fjölært rýgresi er ekki þekkt fyrir langa endingu og hæpið að það endist hérlendis mikið lengur en þrjú ár frá sáðári. Það var hins vegar valið í þessa rannsókn vegna þess að það er talið vera með góða samkeppnishæfni og hraðari frumsprettu í samanburði við önnur fjölær grös og því má velta því fyrir sér hvort sami árangur hefði náðst með t.d. vallarfoxgrasi.

Meðaluppskera meðferðaliða fyrri og seinni slætti 2024. Strik á súlum tákna staðalskekkju leiðrétts meðaltals meðferðarliða.

Tegundasamsetning í fyrri slætti eftir meðferðarliðum á þurrefnisgrunni. Strik á súlum tákna staðalskekkju leiðrétts meðaltals meðferðarliða.

Tegundasamsetning í seinni slætti eftir meðferðarliðum á þurrefnisgrunni. Strik á súlum tákna staðalskekkju leiðrétts meðaltals meðferðaliða.

Skylt efni: yfirsáning

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...