Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Litla Brekka  – Kvíaholt
Bóndinn 24. september 2021

Litla Brekka – Kvíaholt

Ábúendur Litlu Brekku – Kvíaholts eru Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson í ekta íslensku samkurli við foreldra Hjörleifs, Ragnheiði Jóhannesdóttur og Stefán Ólafsson.

Býli:  Litla Brekka – Kvíaholt.

Staðsett í sveit: Litla Brekka – Kvíaholt staðsett í gamla Borgarhreppi rétt við ósa Langár.

Ábúendur: Anna Dröfn og Hjörleifur Stefánsson, í samkrulli við foreldra Hjörleifs, Ragnheiði Jóhannesdóttur og Stefán Ólafsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fjölskyldustærð er misjöfn eftir vikum, með föst herbergi í húsinu í Kvíaholti eru við hjónin og börnin þrjú. Jóhannes Þór, 15 ára, Eyjólfur Ágúst, 13 ára og Helga Sigríður Guðfríður, 7 ára. „Heimalningar“ innandyra eru margir, vinir sem koma í sveitina og njóta næðis, umhverfis og almennrar slökunar í sófum heimilisins. Gestir sem vita hvar kaffivélin er og fjölskyldan, sem situr stundum við bálstæðið í garðinum og kemst út úr stressi þéttbýlis. Foreldrar Hjörleifs búa svo í næsta húsi og þangað leita bæði börn og fullorðnir í blómahafið hjá ömmu, skúrinn hjá afa og fá lifrarpylsu í höndina þegar þeir hjóla framhjá í daglegu amstri.

Gerð bús? Litla Brekka – Kvíaholt er sauðfjárbú, stundum lítið, stundum umfangsmeira. Ásamt rekstri heimilis og sauðfjár reka Hjörleifur og Anna gistiheimilið Ensku húsin við Langá þar sem sauðfjárbúið hefur skaffað ljúffengt lambakjöt á veitingastaðinn. Á þessum breyttu tímum í dag hafa þau Hjörleifur og Anna þó minnkað umfangið í ljósi aðstæðna og lambakjötið núna heimtekið og selt beint frá býli unnið að óskum kaupanda. Ull er tekin af lambfé og send í spuna í Uppspuna. Svo er henni breytt í gersemar, handlituð með jurtum úr garðinum og svo fær ullin að ferðast um Norðurlöndin bæði til sýnis og sölu. Einnig eru á heimilinu 2 hundar, 2 kettir og einn heimalningur sem borðar tacos, eltir hundana og stangar bíla.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundnir dagar í Kvíaholti er óhefðbundið fyrirbrigði. Gistiheimilið dregur til sín allt vinnuafl sem vogar sér að koma niður afleggjarann.

Þetta haustið er fjöldi sauðfjár þó bara um 50 fullorðnar og þar af leiðandi er sú vinna ekki eins mikil, þó segja fróðir menn að það þarf að vinna sömu vinnuna við 15 kindur eins og 50. Sauðféð býr við mjög ákveðið frelsi, hólma sem fara á kaf reglulega þegar flæðir inn í ósinn og birkiása sem skýla og fela mjög grimmt allt sauðfé þegar á að smala því heim í nafnakall. Ullarvinnsla og sala tekur upp tíma Önnu en Hjörleifur þrífur gistiheimili, vinnur jarðvinnslu með litlum nettum tækjum ásamt því að skrifa þjóðsagnabækur á ensku. Saman hjálpast húsin og stórfjölskyldan að í þessum útiverkum sem unnin eru. Stundum er slegist um næðið á jötubandinu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bústörfin þykja flest vera skemmtileg, kannski af því þau eru ekki yfirgnæfandi. Meira að segja leiðinlegu verkin verða bara merkilega ágæt þegar fólk hjálpast að, bæði börn og fullorðnir og gleðin er við völd. Fjölskyldan hlustar mikið á sögur og þá er daglegt amstur á bæjunum fljótt að líða.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Miðað við alla óvissutíma þá er ómögulegt að segja til um framtíðina, hvorki í spilum, kaffibollum né hér. En kindur verða til staðar, það er nokkuð öruggt. Í hvaða magni er óvíst. Ullin verður prjónuð og margar nýjar hugmyndir munu líta dagsins ljós. Börnin munu stækka, fara í skóla hingað og þangað, skoða heiminn. Þá sitja eftir eldri sálirnar og reyna að fylgja tækni og nýjum áherslum án þess að tapa rósemd og núvitund sveitarinnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur. Ef það ekki til ostur þá er „ekkert til“.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakk og spagettí með íslensku nautahakki frá Mýranaut á Leirulæk hér hinum megin við Langárós.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast í fljótu bragði var þegar við foreldrarnir komum heim úr bændaferð til Skotlands með Ræktunarsambandi hér á Mýrunum og drengirnir voru búnir að slá „broskall“ í túnið með sláttutraktornum svo við myndum sjá það úr flugvélinni.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...