Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brekkugerði
Bóndinn 26. janúar 2017

Brekkugerði

Við fengum jörðina leigða vorið 1993 og fluttum hingað það vor, keyptun jörðina árið 1997. 
 
Býli:  Brekkugerði.
 
Staðsett í sveit:  Fljótsdal, N-Múlasýslu.
 
Ábúendur: Jóhann F. Þórhallsson og Sigrún Erla Ólafsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tvö uppkomin börn: Þórveig og Þórhallur, tengdasonur, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og barnabarn, Óskar Máni. 
Fjárhundarnir Tumi og Rós frá Eyrarlandi.
 
Stærð jarðar?  Um 2.000–3.000 ha. Stærsti hluti lands er ofan 300 metra yfir sjó. Um 30 ha tún og 100 ha skógrækt.
 
Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og skógræktarbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 300 ær og 15 gangnahross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Á vetrum eru það gjafir kvölds og morgna. Grisjun skógar um miðjan dag og farið á hestbak. Sigrún sækir vinnu niður á Reyðarfjörð til Fjarðaáls.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemtilegast er sauðburður og göngur. Mér finnst ekkert verk leiðinlegt sem tengist búskap, kannski helst bókhaldið.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er ekki gott að segja, ef afkoman heldur áfram að versna, eins og hún hefur gert frá hruni, bæði í sauðfénu og þá sérstaklega í skógræktinni, þá er nauðsynlegt að hefja annan rekstur á jörðinni til að tryggja afkomuna. Það er spurning hvað það ætti að vera. Hér eru hagstæðar náttúrufarslegar aðstæður til landbúnaðar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við þurfum að eiga öfluga bændaforustu sem stendur vörð um hagsmuni landbúnaðarins almennt. Það er einnig mikilvægt að við bændur stöndum vörð um okkar forystusveit, með málefnalegri gagnrýni og ábendingar um það sem betur mætti fara.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að íslenskur landbúnaður geti átt bjarta framtíð ef það verður staðinn vörður um hreinleika matvælaframleiðslunnar í landinu og passað upp á kolefnissporið í greininni.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í hreinleika búvaranna. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og grænmeti.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hreindýrakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrstu jólatrén voru seld.

7 myndir:

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...