Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Brúsastaðir
Bóndinn 4. desember 2014

Brúsastaðir

Gróa og Sigurður keyptu Brúsastaði árið 1994 af foreldrum Gróu, en þá var þar blandað bú. Þau breyttu í kúabú og stækkuðu það upp úr 2000 í það sem það er í dag.
 
Býli:  Brúsastaðir, Vatnsdal.
 
Staðsett í sveit: Húnavatnshrepppi, A-Hún.
 
Ábúendur: Gróa Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Hokrum ein í kotinu.
 
Stærð jarðar? Jörðin er 500 ha, öll grasi gróin.
 
Gerð bús? Mjólkur- og nautakjötsframleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 140 gripir, þar af 50 mjólkurkýr og 10 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Allir dagar hefjast í fjósinu og enda þar líka. Svo fer það eftir árstíðum hvað gert er þar á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur og allt ræktunarstarf er mjög skemmtilegt. Leiðinlegast er stöðugur ágangur álfta og gæsa í túnum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár vonumst við til að allt verði hér í blóma.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum þau vera í þokkalegu lagi.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi sem allra best.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, skyr og mjólk (aldrei coke).
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og kjötsúpa.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar við fluttum í nýtt fjós haustið 2002.

4 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...