Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hryggstekkur
Bóndinn 18. október 2018

Hryggstekkur

Ábúendurnir á Hryggstekk í Skriðdal fluttu þangað 1. október 2015 eftir að hafa séð jörðina auglýsta  til sölu. 

„Það var ekki á dagskránni að flytja í Skriðdalinn þar sem ég var að hefja feril minn sem slordís á Dalvík, en Jónas er þaðan og vann þar í verktöku. Eftir að hafa spurst fyrir um jörðina þá ákváðum við að láta slag standa, buðum í og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir.

Býli:  Hryggstekkur.

Staðsett í sveit:  Skriðdal, Fljótsdalshérað.

Ábúendur: Frú Bergljót Halla Kristjánsdóttir og herra Jónas Rúnar Ingólfsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tveir tvífætlingar og tveir ferfætlingar.

Stærð jarðar?  800 ha og 35 ha ræktað land ef Hölluflöt er talin með.

Gerð bús? Mjög stórt.

Fjöldi búfjár og tegundir? 34 nautgripir (og fer fjölgandi), 8 hænsn, tveir hundar og ein kisa.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjum á því að hræra mjólk í kálfana og gefa strákunum okkar, stórum sem smáum. Að því loknu drífa ábúendur sig í dagvinnuna sína á Egilsstöðum sem eru 27 kílómetra frá Hryggstekk. Þegar heim er komið þá er drifið sig í útiverkin og öllu tilheyrandi. Að loknum gjöfum þá bjóðum við strákunum okkar góða nótt og svara þeir yfirleitt með ágætis jórtur-tón til baka.

 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru án efa heyskapur, þegar vel gengur og ekkert bilar. Einnig er hrikalega gaman að hræra mjólk í nýja kálfa og sjá þá uppgötva fóðurbæti. 

Leiðinlegustu bústörfin eru ugglaust að moka skít, brjóta saman þvottinn og elta hænur sem hafa sloppið.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár verðum við vonandi með helmingi fleiri naut og jafnvel svín (fleiri en húsbóndann). 

Einnig verðum við búin að uppfæra vélakostinn á búinu þó að duddinn (D4506 '80) sé búinn að koma okkur mjög langt með dyggri aðstoð frá Fiat '94.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Það mætti vera meiri gróska í þeim málum.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ágætlega, svo lengi sem við erum þar. Nei, létt spaug! 

Það þarf að vera töluvert meiri hvatning fyrir nýliða til að þeir sjái hag sinn í íslenskum landbúnaði.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eru ekki flestir ferðamennirnir sem koma til landsins frá Asíu? Er þá íslensk búvara ekki tilvalin til útflutnings þangað? 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi, egg og rabarbarasulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakkréttir Höllu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Jólin 2015 gerði hrikalegt hvassviðri og úrkomu um allt land. Á landareigninni er spennuvirki fyrir álverið á Reyðarfirði og í hvassviðrinu þá brotnuðu ein eða tvær staurastæður sem varð til þess að allt Austurland sló út. Þá varð Hryggstekkur mikið í fréttum fyrir að vera í stanslausu (ó)stuði.

8 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...