Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvoll 2
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 6. febrúar 2020

Hvoll 2

Erla Björk og Bergþór keyptu bæinn Hvol 2 árið 2011 og strax ári seinna mætti Alex í heiminn og árið 2014 Amanda. Þau segja að þar hafi nóg verið um að vera og þetta sé góður staður til að búa á. 

Býli:  Hvoll 2.

Staðsett í sveit:  Staðsett í Ölfusi.

Ábúendur: Erla Björk Tryggvadóttir, Bergþór Andrésson ásamt börnunum Alex Bjarka Bergþórssyni, 7 ára og Amöndu Björt Bergþórsdóttur, 5 ára.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum fjögur ásamt Bósa hundinum okkar.

Stærð jarðar?  Erum með 8,4 ha (svona frímerki).

Gerð bús? Hrossabú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hross, en á bænum eru yfirleitt um 20 hross en þau eru um 50 í eigu búsins en geymd á landmeiri jörðum. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað er að keyra krakkana í skólann og svo komið heim og riðið út og sinnt því sem þarf í kringum hrossin. Bergþór er í vinnu utan bús. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar folöldin eru að tínast í heiminn á sumrin. Leiðinlegast er klárlega girðingavinna.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu móti en með betri aðstöðu.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Hef ekki velt því fyrir mér.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Ef hann verður rétt markaðssettur þá verður hann vinsælli en hann er í dag. En það þarf að halda rétt á spilunum.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hrossum, en með því að opna á nýja markaði og vinna í exemrannsóknum gæti það aukist til muna.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ótrúlega mikið af sósum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það fer eftir því hver er spurður, grjónagrautur og slátur rennur ljúft niður hjá smáfólkinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar stóðhesturinn okkar, Mári fra Hvoli 2, fór í fyrstu verðlaun. 

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...