Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Saurbær
Bóndinn 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið: Við kaupum býli og rekstur árið 2014 af föður Heiðrúnar, Eymundi Þórarinssyni, og tókum við bæði hrossa- og nautgriparækt sem við höfum haldið áfram með. Saurbær hefur verið í fjölskyldu Heiðrúnar síðan fyrir aldamót 1900 og er Heiðrún 5. ættliður sem tekur við.

Býli: Saurbær.

Staðsett í sveit: Fyrrum Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.

Ábúendur: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveinsson.

Fjölskyldustærð: Við hjónin, Árdís Hekla, 5 ára og Halldóra, Sól 2 ára. Hundurinn Lýra og kisurnar Snotra og Rósa.

Fjölskyldan á Saurbæ.

Stærð jarðar: Tæpir 250 hektarar, þar af 47 hektarar ræktað land.

Gerð bús: Hrossarækt og nautgriparækt. Hryssur og unghross í hagagöngu og uppeldi. Tökum hross í tamningu, þjálfun og sinnum reiðkennslu. Erum með íbúð í leigu fyrir ferðaþjónustu.

Fjöldi búfjár: Hrossin okkar eru ca 60. Rúmlega 20 holdakýr, tæplega 20 naut í uppeldi. 10 kindur.

Nautið Aladín, undan Draumi við störf í sumar.

Hefðbundinn vinnudagur: Hann getur oft verið óhefðbundinn! En svona venjulega þá er gefið í hesthúsinu milli 7-7:30. Svo er morgunmatur og annað okkar keyrir dæturnar í leikskóla í Varmahlíð. Svo hefst vinnan í hesthúsinu við að þjálfa hestana og öllu sem því tilheyrir.

Hirt er um naut og kýr í fjósinu kvölds og morgna. Útigangi gefið, lagað það sem þarf að laga. Reiðkennslu sinnt og íbúðin græjuð ef það á við. Dagurinn getur annars verið mismunandi milli árstíða.

Pétur Örn og Hlekkur frá Saurbæ á Landsmóti í sumar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Skemmtilegast er að þjálfa góða hesta, taka á móti heilbrigðu ungviði og heyskapur í góðu veðri og allt virkar. Það er allt skemmtilegt þegar það gengur vel. Leiðinlegast eru veikindi og bilanir af öllu tagi.

Búskapurinn eftir 5 ár: Ná betri árangri í því sem við erum að gera og frekari uppbygging eigi sér stað á bænum.

Tveir rúmlega þrítugir teknir til kostanna.

Ísskápurinn: Mjólk, ostur, smjör.

Vinsælasti maturinn á heimilinu: Nautalund með öllu tilheyrandi, úr eigin ræktun að sjálfsögðu, hjá okkur fullorðna fólkinu, en hjá dætrunum er það sjálfsagt grjónagrautur og slátur.

Eftirminnilegasta atvikið: Það eru mörg eftirminnileg atvik sem koma upp hugann.

Ef við nefnum frá síðasta ári, þá komst hestur frá okkur, hann Hlekkur frá Saurbæ, í úrslit í feiknasterkum A-flokki á Landsmóti, en Pétur sýndi hestinn og hefur þjálfað og byggt hann upp. Einnig áttum við 8. þyngsta nautið yfir landið í fyrra.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...