Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seljatunga
Bóndinn 20. júní 2022

Seljatunga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og fluttu þangað með þrjá syni sína. Þau hafa síðan þá bætt húsakost og aukið framleiðslu og ræktun til muna.

Býli: Seljatunga.

Staðsett í sveit: Flóahreppur í Árnessýslu.

Ábúendur: Haukur Sigurjónsson og Herdís E. Gústafsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Burtfluttir þrír synir, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, hundurinn Svali og kettirnir Gosi og Katti.

Stærð jarðar? Um 200 ha.

Gerð bús? Mjólkur- og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 200 nautgripir á öllum aldri, 14 kindur og tvö hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir byrja á mjöltum og gjöfum og svo eru öll þau störf sem til falla hverju sinni.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman í heyskap í góðri tíð en slítandi og leiðinlegt í vætutíð.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Aðstaðan býður upp á meiri framleiðslu og vonandi verður hægt að auka hana.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Hreinleiki og góð markaðssetning.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var á öðru árinu okkar í Seljatungu. Þá kveiktum við í sinu eins og tíðkaðist víða í þá daga og eldurinn fór úr böndunum. Allt fór þó vel að lokum hjá okkur, en það var ekki brennd sina hér aftur.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...