Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seljatunga
Bóndinn 20. júní 2022

Seljatunga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og fluttu þangað með þrjá syni sína. Þau hafa síðan þá bætt húsakost og aukið framleiðslu og ræktun til muna.

Býli: Seljatunga.

Staðsett í sveit: Flóahreppur í Árnessýslu.

Ábúendur: Haukur Sigurjónsson og Herdís E. Gústafsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Burtfluttir þrír synir, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, hundurinn Svali og kettirnir Gosi og Katti.

Stærð jarðar? Um 200 ha.

Gerð bús? Mjólkur- og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 200 nautgripir á öllum aldri, 14 kindur og tvö hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir byrja á mjöltum og gjöfum og svo eru öll þau störf sem til falla hverju sinni.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman í heyskap í góðri tíð en slítandi og leiðinlegt í vætutíð.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Aðstaðan býður upp á meiri framleiðslu og vonandi verður hægt að auka hana.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Hreinleiki og góð markaðssetning.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt hangikjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var á öðru árinu okkar í Seljatungu. Þá kveiktum við í sinu eins og tíðkaðist víða í þá daga og eldurinn fór úr böndunum. Allt fór þó vel að lokum hjá okkur, en það var ekki brennd sina hér aftur.

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...