Seljatunga
Haukur og Herdís keyptu Seljatungu, þá í Gaulverjabæjarhreppi, árið 1997 og fluttu þangað með þrjá syni sína. Þau hafa síðan þá bætt húsakost og aukið framleiðslu og ræktun til muna.
Býli: Seljatunga.
Staðsett í sveit: Flóahreppur í Árnessýslu.
Ábúendur: Haukur Sigurjónsson og Herdís E. Gústafsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Burtfluttir þrír synir, tvær tengdadætur og eitt barnabarn, hundurinn Svali og kettirnir Gosi og Katti.
Stærð jarðar? Um 200 ha.
Gerð bús? Mjólkur- og kjötframleiðsla.
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 200 nautgripir á öllum aldri, 14 kindur og tvö hross.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagarnir byrja á mjöltum og gjöfum og svo eru öll þau störf sem til falla hverju sinni.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman í heyskap í góðri tíð en slítandi og leiðinlegt í vætutíð.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Aðstaðan býður upp á meiri framleiðslu og vonandi verður hægt að auka hana.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Hreinleiki og góð markaðssetning.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimareykt hangikjöt.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var á öðru árinu okkar í Seljatungu. Þá kveiktum við í sinu eins og tíðkaðist víða í þá daga og eldurinn fór úr böndunum. Allt fór þó vel að lokum hjá okkur, en það var ekki brennd sina hér aftur.