Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Söðulsholt
Bóndinn 21. júní 2018

Söðulsholt

Í Söðulsholti býr Einar Ólafsson hrossaræktandi og rekur þar ferðaþjónustu og tamningastöð. 
 
Býli:  Söðulsholt.
 
Staðsett í sveit:  Eyja- og Mikla­holtshreppi á Snæfellsnesi.
 
Ábúandi: Einar Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Einar Ólafsson. 
 
Stærð jarðar?  1.108 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossarækt, ferðaþjónusta og tamningastöð.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 hross (þarf að fara telja).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er frá 08.00–18.00 og er sambland af tamningum, þjálfun, vélavinnu og hestaleigu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru hestamennskan og að ríða út. Leiðilegustu eru sennilega þrif og að moka skít.
 
Hvernig sérðu búskapinn fyrir þér á jörðinni eftir fimm ár? Svipað og undanfarið.
 
Hvaða skoðun hefur þú á félagsmálum bænda? Enga skoðun.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Hrossarækt verður áfram með svipuðu sniði.
 
Hvar telurðu að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Skyr, lambakjöt og lífdýr.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, beikon og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Mýrabruninn var sem mestur 2006 og ég kveikti óvart í allt of mikilli sinu hér heima við. Fékk tiltal frá slökkviliðsstjóranum fyrir vikið.

4 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...