Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Syðri -Gróf 2
Bóndinn 7. apríl 2022

Syðri -Gróf 2

Axel hefur haft annan fótinn í Syðri-Gróf allt sitt líf. Fyrst hjá ömmu sinni og afa sem keyptu jörðina 1961, svo hjá móðurbróður sínum.

Axel og Elísabet Thorsteinson keyptu svo jörðina af honum, Bjarna Pálssyni, og tóku alveg við búrekstrinum 1. janúar 2021. 

Býli:  Syðri-Gróf 2.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi í Árnessýslu, Villingaholtshreppi hinum forna.

Ábúendur: Axel Páll Einarsson og Elísabet Thorsteinson. 

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt þremur börnum; Lilja María, 10 ára, Páll Axel, 7 ára og Guðmundur Bjarki, 10 mánaða, tíkurnar Táta og Týra, einn fressköttur og læða með kettlinga.

Stærð jarðar?  Rúmir 200 hektarar. 

Gerð bús? Blandað bú, mjólkurkýr, kindur, hross, hænur, nokkrar geitur og angóra kanínur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 28 árskýr ásamt ungneytum, 130 kindur og 23 hross. Erum einnig með hross í hagagöngu fyrir aðra.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst er nú að reyna að koma börnum af stað í skólann, gengur misvel. Svo eru mjaltir, gjafir og aðrar gegningar fram að morgunkaffi.

Í morgunkaffi eru heimsmálin rædd og plön framtíðar, það getur stundum teygt sig fram að hádegi. En auðvitað fara dagleg störf eftir árstíðum hér eins og annars staðar. Endum svo „yfirleitt“ á kvöldmjöltum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Maður á aldrei að ganga í vinnu með það hugarfar að hlutir séu leiðinlegir, en vissulega eru sum störf þreytandi.

Skemmtilegustu bústörfin eru auðvitað mjaltir (Axel) og útreiðar (Elísabet).

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, nema stefnum á að hafa kýrnar í lausagöngu, svo væri reyndar gaman að mála útihúsin.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru í hreinleikanum. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk! Ef hún er ekki til, þá er fokið í öll skjól.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steikt lambakjöt er alltaf gott, svo eru börnin alveg vitlaus í lifrarpylsu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við héldum upp á þrítugsafmælið hennar Elísabetar í fjárhúsinu með pomp og prakt, það var rosagaman í nýuppgerðu fjárhúsi. Reyndar var sauðfjárbúskapurinn allur í heild sinni mjög eftirminnilegur þetta ár, mjög gaman.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...