Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverhamrar 3
Mynd / Aðsend
Bóndinn 11. mars 2021

Þverhamrar 3

Arnór Ari Sigurðsson er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík. Hann er lærður vélvirki og starfar við löndun og sinnir viðhaldi á tækjum tengdum því. Jórunn Dagbjört Jónsdóttir er fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum en starfar sem stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar.

Ólafía Jónsdóttir föðuramma og Hermann Guðmundsson stjúpafi Jórunnar byggðu bæði íbúðarhúsið, vélarskemmuna og byggðu við fjárhúsin á Þverhamri. Arnór og Jórunn keyptu Þverhamar haustið 2018. 

Búið var að útbúa gistingu á neðri hæð íbúðarhússins og reka þau hana samhliða búinu. Í byrjun árs keyptu þau hlut í Breiðdalsbita og vonast þau til þess að geta gert spennandi hluti í samstarfi við Guðnýju Harðardóttur.

Býli:  Þverhamar 3.

Staðsett í sveit:  Breiðdal í Fjarðabyggð.

Ábúendur: Arnór Ari Sigurðsson, Jórunn Dagbjört Jónsdóttir, Árndís Eva Arnórsdóttir, Elvar Freyr Arnórsson og Ester Lóa Arnórsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Arnór á hana Árndísi Evu 9 ára úr fyrra sambandi, en saman eiga þau Elvar Frey, 4 ára og Ester Lóu, 2 ára. Svo eiga þau tvo hunda, Pílu og Mola.

Stærð jarðar? Við hreinskilnislega munum það ekki …

Gerð bús? Sauðfjárbúskapur og ferðaþjónusta.

Fjöldi búfjár og tegundir? 350 kindur og tveir hundar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnu-dagur fyrir sig á bænum?  Eins og núna á veturna, þegar það er búið að hýsa féð, þá fara Jórunn og börn í vinnu og leikskóla. Arnór fer og gefur morgungjöf og fer svo beint í vinnu. Jórunn sækir börnin í leikskóla og fer með þau heim og sinnir þeim og heimilinu. Arnór kemur úr vinnu og fer svo í kvöldgjöfina. En það eru ekki allir dagar eins í sveitinni og störfin eru fjölbreytt.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst sauðburður og smalamennskur skemmtilegustu störfin. Í rauninni finnst okkur ekkert verk leiðinlegt sem viðkemur búinu en þau geta verið miserfið. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Framtíðarsýn okkar væri að koma öllu fé á gjafagrindur, stækka fjárhúsin og fjölga fénu talsvert.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum? Við sjáum fyrir okkur að nýta hluta af afurðunum í gegnum Breiðdalsbita. Koma með nýjar og spennandi vörur á markað. 

Svo væri draumurinn að Íslend-ingar yrðu sjálfum sér nógir í framleiðslu á íslensku kjöti og vörum, til þess þyrfti að vera minna af innfluttu kjöti. Þar af leiðandi þyrftu tollamál að vera í lagi. 

En á innanlandsmarkaðinum mætti bæta framsetningu íslensku vörunnar með áherslu á gæði og hreinleika.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, tómatsósa, kokteil-sósa og skyr.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri eða pitsa.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti sauðburðurinn var frekar eftirminnilegur. Ester Lóa fæddist 29. apríl 2019 og voru þau á sjúkrahúsinu í um rúma tvo daga og komu heim 2. maí. Sauðburðurinn byrjaði á fullu 6. maí, þá var nóg að gera. Arnór sá um sauðburðinn með hjálp fjölskyldu og vina og Jórunn sá um börn, heimili og gistingu á meðan sauðburðinum stóð. Þetta var mjög krefjandi en mjög dásamlegur og gefandi tími.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...