Með heimalningana í vasanum
Nafn: Magnús Snorri Unnsteinsson.
Aldur: Verður átta ára 3. nóvember.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Syðstu-Fossum.
Skóli: GBF Hvanneyrarskóla.
Skemmtilegast í skólanum: Búbla – hvíldar- og kósítími.
Áhugamál: Mér finnst skemmtilegast að vera úti að leika við heimalningana.
Uppáhaldsdýrið: Kindur.
Uppáhaldsmatur: Pítsa á Grillhúsinu Skallagrímur, ís, franskar kartöflur og kjúklingur. En það verður að vera kokteilsósa með frönskunum, annars eru þær mjög vondar.
Uppáhaldslag: Lög úr Draumaþjófnum.
Uppáhaldslitur: Blár.
Uppáhaldsmynd: Clone Wars t.d.
Fyrsta minningin: Einhvern veginn man ég þegar ég lá á leikteppinu mínu þegar ég var pínulítill
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Að klappa elstu kindinni okkar sem við þurftum að láta fara, enda var hún orðin tannlaus. Svo er líka gaman að heimsækja frænku mína sem býr fyrir norðan. Mér fannst það rosalega gaman í fyrsta skiptið man ég. Hún heitir Magga og býr á Hriflu 2.