Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Alvira púðaver
Hannyrðahornið 20. júlí 2020

Alvira púðaver

Höfundur: Handverkskúnst
Þetta fallega púðaver er prjónað með gatamynstri.  
 
Stærð: 47x45 cm (púðaverið passar fyrir púða í stærð 50x50 cm, það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu)
 
Garn: Drops Flora (fæst í Handverkskúnst: 250 gr
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3 eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur í sléttu prjóni = 10 cm.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Púðaver: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Fitjið upp 224 lykkjur á hringprjón nr 3 með Flora. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki eftir 112 lykkjur = stykkinu skipt í fram- og bakhlið. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 16 mynstureiningar með 14 lykkjum). Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist ca 44 cm – stillið af eftir 14. eða 28. umferð í mynsturteikningu, prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af – Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með prjónum sem eru ½ númeri grófari.
 
 
 
Frágangur: Brjótið uppá stykkið við prjónamerkin. Saumið efri kantinn saman kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í verið og saumið síðan neðri kantinn saman.
 
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

 

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024