Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hlýtt og mjúkt um hálsinn
Hannyrðahornið 29. janúar 2015

Hlýtt og mjúkt um hálsinn

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Veturinn hefur verið kaldur og snjóþungur og veitir ekki af að eiga hlýja, mjúka flík um hálsinn,
ekki skemmir ef hún er falleg og óvenjuleg.
 
Við notuðum tvöfalt mohair í hana.
Fífa frá garn.is er til í 6 litum og er á tilboði í janúar á www.garn.is og í Fjarðarkaupum.
Þetta er rauði liturinn og það þarf 3 dokkur 50 gr.
 
Ein stærð.
Lengd: 148 sm.
Breidd: Um 32 sm.
Hringprjónn: Nr. 4.
 
Aðferð:  Prjónað fram og til baka 2 sléttar 2 brugðnar.
Fitjið laust upp 50 L og prjónið fram og til baka 2 sl og 2 br . 
Þegar komir eru 24 sm mega líka vera ca 17 sm ef þið viljið hafa flíkina styttri er lykkjunum skipt upp þannig að 10L eru í hverju stykki. Gott að setja á hjálparprjóna þá sem bíða.
 
Nú eru þessar 10 L prjónaðar fram og til baka með 2 sl og 2br hver fyrir sig 32 sm. Geymt á meðan allar 5 lengjurnar eru prjónaðar. Þegar allar 5 eru fullprjónaðar  eru þær aftur settar allar saman á prjóninn og prjónað 50 sm  frá þeim stað, þar sem þið setjið lengjurnar saman á einn prjón, ef þið viljið hafa flíkina víðari í hálsinn hafið það þá 55 sm.
 
Nú er lykkjunum skipt upp á sama hátt og áður og prjónaðar 5 lengjur fram og til baka 32 sm.
Þegar þessar 5 lengjur eru tilbúnar eru þær fléttaðar undir og yfir fyrri 5 lengjurnar þannig að myndist falleg flétta. 
 
Síðan eru þessar 5 lengjur settar upp á hringprjóninn og prjónað yfir allar lykkjurnar jafn langt og frá uppfitjuninni að fléttunni. Fellt laust af og gengið frá endum.
Þreyjum svo þorrann með því að prjóna út í eitt.
Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024