Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Húfan Mótbárur
Mynd / Uppspuni
Hannyrðahornið 15. október 2021

Húfan Mótbárur

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir

Fljótleg og hlý húfa úr einni hespu af dvergabandi frá Uppspuna. Nafnið MÓTBÁRUR kemur til vegna þess að kaðlarnir, sem mynda bárur, snúa gegnt hver öðrum og togast á sitt á hvað.

Höfundur: Hulda Brynjólfsdóttir.

Stærðir:  (XS-M) L-XXL)

Efni: Dvergaband 100 grömm / 100 metrar

40 cm hringprjónn nr. 5,5 mm Hjálparprjónn fyrir kaðlaprjón. Sokkaprjónar nr.  5,5 mm

Útskýring á kaðlaprjóni: Í þessari uppskrift eru kaðlarnir látnir mætast, þannig að annar kaðallinn er prjónaður til vinstri og hinn til hægri. Til að prjóna til vinstri eru 3 lykkjur settar á hjálparprjón og teknar fram fyrir stykkið. Næstu 3 lykkjur eru prjónaðar sléttar og síðan lykkjurnar af hjálparprjóninum sléttar.

Til að prjóna kaðal til hægri, eru lykkjurnar á hjálparprjóninum settar aftur fyrir stykkið, næstu 3 lykkjur prjónaðar sléttar og síðan lykkjurnar af hjálparprjóninum sléttar. Leiðbeiningar um kaðlaprjón má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=V0Gm9nTP1z4

Uppskrift: Fitjið upp (64) 80 lykkjur á hringprjón nr 5,5. Ef þið prjónið laust er best að nota 5,0 í báðar stærðirnar, en ef þið prjónið fast, er ágætt að nota stærri prjónastærðina.

Prjónið á eftirfarandi hátt:

Umferð 1 og 2: Prj. sl fram og til baka. Tengið í hring og prjónið áfram 2L brugðnar, 6L slétt; 5 umferðir. Prjónið kaðla í sléttu lykkjurnar. Kaðlarnir eru látnir snúa á móti hvorum öðrum með því að taka 3 lykkjur framfyrir stykkið annars vegar og aftur fyrir stykkið hins vegar. Þ.e.a.s. fyrst prjónið þið 2L brugðnar, Prjónið kaðal með því að taka 3L á hjálparprjón fram fyrir stykkið, prjóna næstu 3L sléttar og síðan af hjálparprjóninum. Prjónið 2L brugðnar, Prjónið næsta kaðal með því að taka 3L á hjálparprjón aftur fyrir stykkið, prjóna næstu 3L og síðan af hjálparprjóninum. Þetta er endurtekið út umferðina. Prjónið kaðla á þennan hátt með 7 umferðum á milli.

Húfan er prjónuð áfram á þennan hátt þar til hún mælist (16) 18 cm. Þá er byrjað að taka saman.

Fyrst eru brugðnu lykkjurnar prjónaðar saman brugðnar allan hringinn. Prjónið eina umferð á hefðbundinn hátt.

Prjónið næstu umferð þar sem 4. og 5. lykkja í köðlunum eru prjónaðar saman til vinstri (takið eina lykkju framaf prjóninum, prjónið næstu slétt og steyðið þeirri óprjónuðu yfir).

Prjónið eina umferð á hefðbundinn hátt.

Prjónið næstu umferð, þar sem 2. og 3. lykkja eru prjónaðar saman Prjónið eina umferð á hefðbundinn hátt.

Prjónið næstu umferð þannig að tvær lykkjur eru prjónaðar saman og tvær lykkjur saman til vinstri og ein lykkja brugðin allan hringinn.

Prjónið næstu umferð þannig að sléttu lykkjurnar eru prjónaðar saman.

Ef þörf er á kaðalsnúning í úrtökunni, prjónið þá eina umferð á hefðbundinn hátt eftir snúninginn, áður en haldið er áfram með úrtökuna.

Slítið frá, dragið þráðinn í gegnum lykkjurnar, saumið inn enda, saumið stroffið saman. Skolið og leggið til þerris.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...