Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Ein stærð, fullorðins

Efni:

100 g tvíband úr lambsull spunnið í Uppspuna fyrir Þingborg. Eins má nota 100 g Dóru-band (Þingborgarband), sem er tvíband úr lambsull. Það fæst einnig jurtalitað. Einnig má blanda saman 100 g einföldum lopa og 25 g Lovestory einbandi frá Helene Magnusson.

Allt þetta band og lopinn fæst í Ullarversluninni Þingborg. Svo má nota hvaða band sem er, sem passer við þá prjónfestu sem gefin er upp.

Prjónastærð:

Hringprjónar 3.5mm og 4 mm, 40 eða 50 sm langir
Sokkaprjónar 4 mm

Prjónfesta:

21 lykkja og 27 umferðir = 10 sm

Húfan:

Fitjið upp 112 lykkjur á minni hring- prjóninn. Prjónið stroff, 1 slétta lykkju og eina brugðna 8-10 umferðir.

Eins er hægt að hafa aðra gerð af stroffi: Prjónið 2 lykkjur brugðnar og 2 lykkjur sléttar 14 umferðir. Prjónið eina umferð með sléttu prjóni og síðan 14 umferðir í viðbót stroff. Slétta umferðin er fyrir uppábrotið á stroffinu.

Skiptið yfir á stærri prjóninn. Prjónið nú eftir mynsturblaði. Mynstrið endurtekur sig sjö sinnum. 

Úrtaka:

Takið úr samkvæmt mynsturblaði og notið sokkaprjónana þegar lykkjum hefur fækkað það mikið að ekki er lengur hægt að nota hringprjóninn. Þegar prjóninu er lokið slítið frá og skiljið eftir 40 sm langan spotta.

Notið stóra saumnál og þræðið bandið í gegnum innri kaðallykkjurnar (sjá mynd), geymið hinar lykkjurnar á prjónunum á meðan. Þræðið síðan í gegnum ytri lykkjurnar, herðið aðeins og gangið svo vel frá endanum að innanverðu.

Með þessari aðferð við frágang verður falleg stjarna í toppnum á húfunni.

Gangið frá hinum endanum. Þvoið húfuna í volgu vatni með mildri sápu, skolið og kreistið vatnið úr og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...