Kanínuhopp
Páskarnir eru á næsta leiti og því kjörið að hekla nokkrar sætar páskakanínur og skreyta heimilið.
Stærð: Um 5 cm breitt, 10 cm á lengd .
Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst)
Litur á mynd er: ljósbeige nr 08, rjómahvítur nr 01 og ljósbleikur nr 16
Heklfesta: 22 stuðlar á breidd og 22 umferðir á hæðina = 10 x 10 cm
Heklunál: nr 3
Páskakanína – stutt útskrýing á stykki: Stykkið er heklað frá miðju og út – allt stykkið er heklað án þess að klippa þráðinn frá.
Stífing: Til að kanínan hangi fallega og verði aðeins stífur – þá er hægt að dýfa honum í sykurvatn eða litlausan gosdrykk og leggja flatan til að þorna.
Uppskrift: Fylgið mynsturteikningu A.1, byrjið með tákn í miðju – þ.e.a.s. heklið 5 loftlykkjur og tengið saman í hring með einni keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – fylgið síðan mynsturteikningu. Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka, klippið frá og dragið bandið í gegn. Ef þú vilt hafa kanínuna/hérann aðeins stífan, fylgið þá leiðbeiningum að ofan.
Heklkveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is