Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Páskatuskur
Hannyrðahornið 6. apríl 2022

Páskatuskur

Höfundur: Handverkskúnst

Okkur mæðgum þykir gaman að eiga fallegar tuskur. Páskarnir nálgast og þá er gaman að eiga gular tuskur með fallegu blaðamynstri. Þessar eru prjónaðar úr dásamlega bómullargarninu Drops Safran.

DROPS Design: Mynstur e-282.

Efni:
ca 24x24 cm.

Garn: DROPS SAFRAN (fæst í Handverkskúnst)
- 50 g (litir á mynd: nr 10 vanillugulur og nr 11, skærgulur)

Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

TUSKA: Tuskurnar eru prjónaðar fram og til baka.

Fitjið upp 67 lykkjur á prjóna nr 2,5 með Safran. Prjónið 3 umferðir slétt, prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð = 73 lykkjur. Prjónið síðan áfram eftir mynsturteikningu frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni – sjá útskýringu að ofan, A.1 yfir 15 lykkjur, A.2 yfir 40 lykkjur (= 2 sinnum á breidd), A.3 yfir 14 lykkjur og prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram að prjóna eftir mynsturteikningu þar til mynsturteikning hefur verið prjónuð 2 sinnum á hæðina. Prjónið síðan mynsturteikningu 1 sinni til viðbótar, en endið eftir umferð merktri með ör. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6 lykkjur jafnt yfir = 67 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð.

Klippið frá og festið enda.

Prjónið eina tusku í hvorum lit eða nokkrar í alls konar litum.

Prjónapáskakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.