Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir horpugull@gmail.com

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Stærð: A (minni)/B (stærri) Efni: Hörpugull (handlitaður einfaldur Þingborgarlopi) 200 gr. / 250 gr. Prjónafesta: 15 lykkjur x 20 umferðir með sléttu prjóni = 10x10 cm á prjóna nr. 6.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4.5 og 6, hringprjónar nr. 4.5 og 6 (60-80cm).

Bolur: Fitjið upp 124/136 lykkjur á hringprjón nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á hringprjón nr. 6 og prjónið slétt þar til bolur mælist 44/48 cm (mælið viðkomandi og metið bolsídd).

Ermar: Fitjið upp 36/40 lykkjur á sokkaprjóna nr. 4.5. Tengið í hring og prjónið perluprjón 10 umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 6 og prjónið slétt. Aukið út um tvær lykkjur undir miðri hendi (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umferð). Endurtakið aukningu með 10 umf. millibili, 8 sinnum þar til lykkjurnar eru orðnar 52/56. Skiptið yfir á stuttan hringprjón nr. 6 um ca miðja ermi. Prjónið þar til ermi mælist 46/50 cm (mælið viðkomandi og metið ermasídd). Gerið seinni ermi eins.

Axlastykki: Sameinið bol og ermar á lengri hringprjón nr. 6. Setjið prjónamerki þar sem ermi og bolur sameinast (þ.e. 4 merki), setjið 4 síðustu lykkjur og 4 fyrstu lykkjur á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 8 l af bol á prjónanælu, þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri ermina við bolinn 44/48 lykkjur, prjónið næstu 54/60 lykkjur af bol og setjið næstu 8 l á prjónanælu. Prjónið seinni ermina við. Prjónið síðan 54/60 lykkjur af bol, þá eru 196/216 lykkjur á prjóninum.

Úrtaka: Laskaúrtaka:Tekið er úr á fjórum stöðum, alltaf þar sem bolur og ermi mætast. 1.umf.: Prjónið þar til 3 l eru eftir að prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l slétt, prjónamerki situr mitt á milli þessa tveggja lykkja. Lyftið 1 l af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 l slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið við öll hin prjónamerkin sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). 2. og 3. umf.: Prjónað slétt yfir allar lykkjur. Þessar þrjár umferðir eru endurteknar þar til 76/80 lykkjur eru eftir á prjóninum (notið styttri hringprjón þegar lykkjum fækkar). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 4.5 og prjónið perluprjón 10 umf. Fellið laust af. Gangið frá endum og þvoið í volgu sápuvatni og leggið á handklæði til þerris.

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...