Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Súkkulaðitoppur
Hannyrðahornið 20. september 2022

Súkkulaðitoppur

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst

Klassísk garðaprjónshúfa á börn, prjónuð úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað í garðaprjóni, neðan frá og upp. Stærðir 2 – 12 ára.

Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Höfuðmál ca: 48/50 (50/52) 52/54 (54/56) cm.

Garn: DROPS BABY MERINO (fæst í Handverkskúnst) 50 (100) 100 (100) g litur á mynd nr 52, súkkulaði

Prjónar: Hringprjónn nr 3: lengd 40 cm. Sokkaprjónar nr 3

Prjónfesta: 26 lykkjur x 51 umferðir = 10 x 10 cm.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.

ÚRTAKA (á við um efst á húfu): Öll úrtaka er gerð í umferð með sléttum lykkjum.

Fækkið lykkjum á eftir lykkju með prjónamerki: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.

Fækkið lykkjum á undan lykkju með prjónamerki: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman.

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Fyrst er prjónað uppábrot í stroffprjóni, síðan er prjónað garðaprjón að loknu máli. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf.

HÚFA: Fitjið aðeins laust upp 152 (156) 162 (168) lykkjur á stuttan hringprjón nr 3 með DROPS Baby Merino. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 9 (9) 11 (11) cm, brjótið stroffið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem 8. (6.) 9. (8.) hver lykkja er prjónuð saman með samsvarandi lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur.

Haldið áfram með stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 (4) 5 (5) cm frá þar sem lykkjurnar voru prjónaðar saman. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40 (40) 42 (44) lykkjur jafnt yfir = 112 (116) 120 (124) lykkjur.

Síðan er prjónað GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) cm frá uppábroti neðst á húfu og næsta umferð er umferð með sléttum lykkjum, setjið 1 prjónamerki í 28. (29.) 30. (31.) hverja lykkju í umferð (4 prjónamerki – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar).

Haldið áfram í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA (8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 5 (5) 7 (7) sinnum, síðan í annarri hverri umferð alls 7 (7) 5 (5) sinnum = 16 (20) 24 (28) lykkjur eftir.

Í næstu umferð með sléttum lykkjum, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 (10) 12 (14) lykkjur eftir. Klippið þráðinn, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel.

Húfan mælist ca 25 (26) 28 (29) cm frá uppábroti neðst á húfu. Brjótið upp neðstu 4 (4) 5 (5) cm.

Prjónakveðja
Mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...