Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir.
Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á.
Kb6....þvingað.
Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á.
Ka6....aftur þvingaður leikur
Ha1 mát!
Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Skákþrautin að þessu sinni telst í léttari kantinum og engar fórnir. Bara þvingaðir leikir. Dc8+...og kóngurinn á bara einn reit til að fara á. Kb6....þvingað. Dc7+... og aftur á kóngurinn bara einn reit til að fara á. Ka6....aftur þvingaður leikur Ha1 mát! Auðvitað hefði hvítur getað tekið riddarann á d7, í staðinn fyrir að máta með hróknum, en maður tekur alltaf mátið ef það er í boði.
Líf og starf 16. desember 2024

Hvítur mátar í þremur leikjum

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann sigur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótsins í hraðskák sem fram fór 1. desember sl. í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík.

Helgi fékk 11,5 vinninga af 13 mögulegum og varð því Íslandsmeistari með miklum glæsibrag. Hilmir Freyr Heimisson varð annar með 11 vinninga og Stephan Briem þriðji með 9 vinninga.

Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 7. desember á Selfossi á Bankanum vinnustofu. Mótið hefst kl. 14.00 og tefldar verða níu umferðir. Tímamörk verða 10 mín. að viðbættum 3 sek. á hvern leik. Mótið er tilvalið fyrir áhugasama að taka þátt í.

Þrír Íslendingar tefla á London Chess Classic sem fram fer á Emirates vellinum, heimavelli fótboltaliðsins Arsenal. Það eru stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, ritstjórinn Björn Þorfinnsson og Björn Hólm Birkisson. Vignir Vatnar er efstur á mótinu þegar þetta er ritað. Af þessari upptalningu sést að það er nóg um að vera í skákinni innanlands sem erlendis.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?