Hvítur mátar í þremur leikjum
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson vann sigur á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótsins í hraðskák sem fram fór 1. desember sl. í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík.
Helgi fékk 11,5 vinninga af 13 mögulegum og varð því Íslandsmeistari með miklum glæsibrag. Hilmir Freyr Heimisson varð annar með 11 vinninga og Stephan Briem þriðji með 9 vinninga.
Íslandsmótið í atskák fer fram laugardaginn 7. desember á Selfossi á Bankanum vinnustofu. Mótið hefst kl. 14.00 og tefldar verða níu umferðir. Tímamörk verða 10 mín. að viðbættum 3 sek. á hvern leik. Mótið er tilvalið fyrir áhugasama að taka þátt í.
Þrír Íslendingar tefla á London Chess Classic sem fram fer á Emirates vellinum, heimavelli fótboltaliðsins Arsenal. Það eru stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson, ritstjórinn Björn Þorfinnsson og Björn Hólm Birkisson. Vignir Vatnar er efstur á mótinu þegar þetta er ritað. Af þessari upptalningu sést að það er nóg um að vera í skákinni innanlands sem erlendis.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.