Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfærði frá háskólanum í Aberdeen.
Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfærði frá háskólanum í Aberdeen.
Líf og starf 17. desember 2018

Jarðvegur í sinni fjölbreyttustu mynd

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðvegur er hvarvetna ein af undirstöðum búsetu en oft hefur jarðvegur landa eða landsvæða mikla sérstöðu og það á til dæmis við um Ísland. Bókin Jarðvegur, myndun vist og nýting er í senn almennt fræðirit um íslenskan jarðveg þar sem leitast er við að vitna í nær allar heimildir þar sem fjallað hefur verið um íslenskan jarðveg á seinustu áratugum og um leið grundvallarrit til kennslu í jarðvegsfræði á háskólastigi.

Höfundur bókarinnar er Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfærði frá háskólanum í Aberdeen, og var kennari og síðan prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hafði áður starfað við háskólann í Freiburg og tækniháskólann í Berlín í Þýskalandi. Þorsteinn er ritstjóri Icelandic Agricultural Sciences.

Í bókinni er í meginatriðum fjallað um jarðvegsmyndun og tengsl við umhverfið, eðliseiginleika jarðvegs, næringarefni, ræktun og landnýtingu. Auk þess sem fjallað er um álag á jarðveg, flokkun hans, bæði innlenda og alþjóðlega og mat á jarðvegi og landi. Bókin er bæði handhægt og aðgengilegt uppsláttarrit fyrir þá sem koma að ákvörðunartöku um skipulag og nýtingu lands og fyrir alla sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Útgefandi er Háskólaútgáfan.

Aðdragandi og tilgangur bókar

Þorsteinn segir að allt frá því hann hóf kennslu í jarðvegsfræði við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri hafi hann hugsað sér að koma saman efni saman um jarðveg sem hentaði háskólastigi í faginu.
„Ég fann reyndar strax að efni um jarðveg á íslensku væri nauðsynlegt og nemendur sóst í og óskað eftir íslensku kennsluefni. Í fyrstu tók ég saman fylgirit með fyrirlestrunum sem náði yfir hluta efnisins.

Fljótlega varð mér ljóst að í raun væri nauðsynlegt að hafa bókina almennari þannig að hún næði einnig til þeirra sem vinna með jarðveg og nýtingu landsins og að vera með rit sem gæfi gott yfirlit yfir allar rannsóknir sem gerðar hafa verið á íslenskum jarðvegi seinustu áratugina. Þetta hefur leitt til þess að ritun bókarinnar hefur tekið mörg ár.“

Sérstaða jarðvegs á Íslandi

„Jarðvegur allss taðar í heiminum hefur einhverja sérstöðu og það sem ræður sérstöðunni eru þættir eins og úr hvaða bergi hann er myndaður, loftslag þar sem úrkoma og hiti skipta miklu máli, landslag, gróður og sá tími sem jarðvegurinn hefur haft til að myndast.

Sérstaða jarðvega á Íslandi er fyrst og fremst að berggrunnurinn er að mestu basalt, gosefni, þar sem bæði fast berg og aska eru einkennandi. Þannig sker Ísland sig algjörlega frá nágrannalöndum og þó víðar væri leitað. Eldfjallaeyjar í Atlantshafi eru til dæmis Kanaríeyjar og Azoreyjar en þar er loftslag mun hlýrra og að hluta mjög þurrt og gróður allt annar.

Oft er einfaldlega sagt að á Íslandi sé eldfjallajarðvegur en hann er ekki eða vart til í okkar nágrannalöndum.“

Hvar er jarðvegur?

„Ég hygg að allir hafi einhverja hugmynd um hvað jarðvegur er og margir allgóða. Þó hygg ég að hugmyndir margra séu allyfirborðskenndar í orðsins fyllstu merkingu þar sem snerting okkar við jarðveg er einmitt yfirborð jarðar.

Til að skerpa á hvað jarðvegur er og hvernig hann myndast er í fyrsta hluta bókarinnar fjallað um jarðvegsmyndun, hvernig jarðvegur verður til og hvað er að gerast neðan yfirborðs í þessu efsta lagi jarðar sem plöntur og fjölbreytt líf þrífst í.

Í öðrum hluta bókarinnar er fjallað um hæfileika jarðvegs til að geyma og miðla vatni, lofti og næringarefnum og það er það sem hefur mest áhrif á hvaða gróður þrífst í jarðveginum og hvað hægt er að rækta.

Margir mundu tala um þetta sem frjósemi jarðvegsins og hvað þyrfti að gera til að viðhalda henni en einnig verðum við að vita hvað verður um næringarefni sem borin eru á. Enda hefur það ekki bara áhrif á ræktað land heldur á öll vistkerfi á landi. Í öðrum hluta er einnig komið að því hvernig jarðvegur hlýnar og kólnar sem fylgir lofthita en þó með seinkun, jarðvegurinn hlýnar seinna á vorin og kólnar hægar á haustin.“

Mat á jarðvegi

Þorsteinn segir að í þriðja hlut bókarinnar taki hann saman nokkra eiginleika jarðvegs saman í einföldum töflum og leggi grunn að því til hvaða þátta þarf að taka við mat á jarðvegi og þegar meta skal land til hinna ýmsu hlutverka sem hann gegnir.

„Þessi nálgun er hugsuð fyrir alla sem vinna með landið og þurfa að leggja mat á jarðveg. Í þessum hluta er einnig fjallað um framræslu og ræktun, álag á jarðveg, jarðvegsrof, þjöppun og skaðleg efni.
Þekkingu á rofi hefur fleygt fram en lítið hefur verið fjallað um þjöppun og skaðleg efni en nauðsynlegt er að vera vel meðvitaður um og hafa viðmiðanir til að vinna með.

Í lok bókarinnar er fjallað um mat á landi og flokkun eftir því til hvers megi nýta það til ræktunar eða annarra hluta,“ segir Þorsteinn.      
 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...