Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Mynd / Helga María Jóhannsdóttir
Líf og starf 1. júlí 2022

Mest flutt út til Þýskalands og Japan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 2021 voru alls flutt út 3.839 kíló af dúni fyrir 637.931.570 krónur, eða að meðaltali 166.171 krónur fyrir kílóið.

Verð á dúni er sveiflukennt. Árið 2013 voru útflutningstekjur af honum tæpar 600 milljónir króna og salan góð næstu ár þar á eftir en síðan dróst salan saman og verðið lækkaði. Eftirspurn jókst aftur á síðasta ári og verð hefur verið að hækka og horfur á sölu góðar árið 2022, samkvæmt heimildum Bændablaðsins.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt út 1.166 kíló af hreinsuðum en óþvegnum æðardúni árið 2021 fyrir 205.7440.26 krónur á fob-verði, eða 176.453 krónur að meðaltali kílóið.

Sama ár voru flutt út 2.673 kíló af hreinsuðum og þvegnum dúni fyrir 432.187.542 krónur á fob-verði, eða 161.686 krónur að meðaltali kílóið.

Dúnninn er fluttur til margra landa en Japan og Þýskaland eru langstærstu kaupendurnir og voru flutt um 6,4 tonn af dúni til Þýskalands og tæp 1,4 tonn til Japans árið 2021.

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...